top of page

Svipuð verslun innanlands í nóvember

Þegar tölur Seðlabanka um greiðslumiðlun fyrir nóvember eru skoðaðar má sjá lítilsháttar aukningu í innlendri kortaveltu í verslunum. Veltan nam rétt um 97 milljörðum í nóvember 2024 sbr. við 94,6 milljarða í nóvember í fyrra. Sé aukningin færð yfir í prósentur nemur hún 2,56% en verðbólga stendur í 4,8%.

Heldur því verslunin ekki fyllilega í við verðbólguna.

Það að stafrænn mánudagur hafi fallið á desember mánuð í ár má telja stóran áhrifavald í því að tölurnar fyrir nóvember hafi ekki verið hærri, en sá afsláttardagur hefur farið ört vaxandi hér á landi.

Stóraukin netverslun Íslendinga erlendis gæti einnig hafa haft áhrif til lækkunar á verslun innanlands en betri mynd fæst á það með netverslunartölum nóvembermánaðar og kortaveltutölum fyrir desember.


Þegar eyðsla Íslendinga erlendis er skoðuð má sjá aukningu upp á 12,3% milli ára þa rsem hún fer úr 24,5 milljörðum upp í 27,5 milljarða (sem samsvarar nokkuð vel aukningu í erlendri netverslun milli ára en hún nam 3,6 milljörðum í október).


Eyðsla erlendra ferðamanna var 12,17% hærri í nóvember samanborið við nóvember árið 2023 eða 20,5 milljarðar á móti 18,3 milljörðum árið 2023.



1 view
bottom of page