Rannsóknasetur verslunarinnar tekur saman veltutölur úr virðisaukaskattskýrslum ákveðinna greina verslunar og þjónustu og birtir á innri vef sínum, Veltunni.
Nú hefur verið birtur samanburður fyrir fyrstu 10 mánuði ársins 2024 og 2023. Má þar sjá að velta í bókaútgáfu hefur dregist saman um 3,6% frá sama tímabili árið 2023.
Skv. gögnum Hagstofu er munurinn mestur á fyrsta vsk tímabili ársins þar sem veltan nam 727,5 milljónum 2024 sbr. við 927,2 milljónir í upphafi árs 2023.