Heildar greiðslukortavelta* hérlendis í mars sl. nam rúmum 108 milljörðum kr. og jókst um 20,8% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
Heildar kortavelta innlendra greiðslukorta hérlendis nam rúmum 86 milljörðum kr. og jókst um tæp 14% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
Innlend kortavelta í verslun nam rúmum 45,6 milljörðum kr. í mars sl. og jókst um rúm 13,7% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Framlag stórmarkaða og dagvöruverslana til ársbreytingarinnar er stærst, tæp 9,7%. Meðfylgjandi mynd sýnir ársbreytingu kortaveltu innlendra korta í verslun innanlands og framlag tegunda verslana til breytingarinnar.
Kortavelta erlendra ferðamanna meiri en árið 2019
Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 22,2 milljörðum kr. og jókst um 57,4% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Að raunvirði var veltan hærri í mars sl. en hún var í mars árið 2019.
Vísitala kortaveltu erlendra ferðamanna sýnir þróun veltu greiðslukorta með erlent útgáfuland hérlendis, að raunvirði. Vísitalan sýnir okkur að greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hérlendis í mars sl. var að raunvirði 2,9% hærri en hún var í mars 2019. Vísitalan sýnir einnig að greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hérlendis í mars var bæði hærri árin 2017 og 2018 en hún var í ár. Á meðfylgjandi mynd má sjá vísitölu kortaveltu erlendra ferðamanna innanlands.
Mánaðarlega samantekt RSV um kortaveltu í mars má nálgast hér.
Nánari um greiðslukortaveltu innanlands og aðra tölfræði RSV hér.
Nánari útskýringar um kortaveltu RSV má nálgast í lýsigögnum kortaveltu.
Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir
Forstöðumaður RSV
S: 533-3530
*Samanlögð innlend og erlend kortavelta í flokkunum verslun, þjónusta og opinber gjöld. Úttektir innlendra greiðslukorta á reiðufé eru ekki með í heildar greiðslukortaveltu.