Heildar greiðslukortavelta* hérlendis í febrúar sl. nam tæpum 94 milljörðum kr. og jókst um 26,3% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
Heildar greiðslukortavelta innlendra korta hérlendis nam rúmum 75 milljörðum kr. og jókst um rúm 16,6% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam tæpum 19 milljörðum kr. og jókst um 88% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
Framlag erlendra korta til ársbreytingar heildar greiðslukortaveltu í febrúar sl. var 11,9% en framlag innlendra korta 14,4%. Meðfylgjandi mynd sýnir framlag útgjaldaliða til ársbreytingar greiðslukortaveltu innlendra korta hérlendis í febrúar sl.
Næstum helmingur af kortaveltu í verslun fer til stórmarkaða og dagvöruverslana
Kortavelta innlendra greiðslukorta í verslun hérlendis var 10,8% hærri í febrúar sl. en í febrúar í fyrra miðað við breytilegt verðlag. Stórmarkaðir og dagvöruverslanir veltu 49,4% af heildar verslun í febrúar sl. en sá flokkur er viðvarandi langstærstur í veltu verslunar hérlendis. Þar á eftir koma fataverslanir með 6,7% af heildarveltu í verslun í febrúar sl., byggingavöruverslanir með 6% og áfengisverslanir og raf- og heimilistækjaverslanir með 5,7%. Vert er að taka fram að tölurnar er unnar eftir þeim flokki sem hver verslun er skráð í, en ekki út frá einstaka vöruflokkum sem seldir eru í hverri verslun.
Mánaðarlega samantekt RSV um kortaveltu í febrúar má nálgast hér.
Nánari um greiðslukortaveltu innanlands og aðra tölfræði RSV hér.
Nánari útskýringar um kortaveltu RSV má nálgast í lýsigögnum kortaveltu. Nánari upplýsingar veitir: Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir Forstöðumaður RSV sigrun@rsv.is S: 533-3530
*Samanlögð innlend og erlend kortavelta í flokkunum verslun, þjónusta og opinber gjöld. Úttektir innlendra greiðslukorta á reiðufé eru ekki með í heildar greiðslukortaveltu.