Heildar greiðslukortavelta* hérlendis í apríl sl. nam tæpum 104 milljörðum kr. Veltan dróst saman um rúm 4,5% á milli mánaða en jókst um 11,8 % á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
Heildar greiðslukortavelta innlendra korta hérlendis nam tæpum 82 milljörðum kr. en velta innlendra korta dróst saman um rúm 5,3% á milli mars og aprílmánaðar. Veltan jókst þó um rúm 4,2% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 21,9 milljörðum kr. Veltan dróst lítillega saman á milli mars og aprílmánaðar, um rúmt 1,5%, en jókst um 53,6% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
Framlag erlendra korta til ársbreytingar heildar greiðslukortaveltu í apríl sl. var 8,3% en framlag innlendra korta 3,6%. Meðfylgjandi mynd sýnir framlag erlendra og innlendra korta til ársbreytingar greiðslukortaveltu hérlendis.
Mánaðarlega samantekt RSV um kortaveltu í apríl má nálgast hér.
Nánari um greiðslukortaveltu innanlands og aðra tölfræði RSV hér.
Nánari útskýringar um kortaveltu RSV má nálgast í lýsigögnum kortaveltu.
Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir
Forstöðumaður RSV
S: 533-3530
*Samanlögð innlend og erlend kortavelta í flokkunum verslun, þjónusta og opinber gjöld. Úttektir innlendra greiðslukorta á reiðufé eru ekki með í heildar greiðslukortaveltu.