top of page

Kakóverð aftur tekið að rísa

Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) gefur út mánaðarlega hrávöruverðsvísitölu á völdum flokkum sem notendur áskriftarvefs RSV, Veltunnar hafa aðgengi að.


Nú hafa verið birtar tölur nóvembermánaðar og má þar sjá að vísitala heimsmarkaðsverðs á kakói hefur aftur rokið upp. Vísitalan stóð í 135,92 í upphafi árs, en stendur nú í 247 sem er ríflega 92% hækkun. Hæst fór vísitalan í apríl eða í 308 stig samanborið við að hafa staðið í 88,6 í apríl 2023. Uppskerubrestur í helstu útflutningslöndum er talin stærsta orsökin.


Þegar horft er á hæstu vísitölur hrávöruverðs í nóvember eru aðeins gull, kókosolía og appelsínur hærri en kakó. Gullverð hefur verið stígandi síðustu misseri og hafa fleiri og fleiri leitað í gull sem tryggan fjárfestingakost. Sveiflur á verði kókosolíu hafa verið nokkuð árstíðabundnar síðustu ár. Þegar kemur að heimsmarkaðsverði á appelsínum hefur það hækkað hratt síðustu misseri vegna minna framboðs frá stærstu uppskerusvæðum vegna uppskerubrests.

 



7 views
bottom of page