top of page

Innlend kortavelta í verslun heldur áfram að aukast milli ára

Heildar greiðslukortavelta* dróst saman um -12% í janúar síðastliðnum samanborið við janúar í fyrra og um -24% samanborið við desember 2020. Mestu munar um erlenda kortaveltu sem dregst saman um -89% milli ára meðan innlend kortavelta vex um 6%.


Heildar greiðslukortavelta Íslendinga hérlendis í janúar síðastliðnum nam 64 milljörðum kr. (ma) samanborið við 60,1 ma. í janúar 2020. Heildar erlend greiðslukortavelta í janúar hérlendis fór hinsvegar úr 19.9 ma. 2020 í 1.5 ma. 2021.


Greiðslukortavelta í verslun og þjónustu í janúar nam 63.8 ma og óx um 6% samanborið við fyrra ár sem er auking um 3.7 ma. Jákvæð þróun þar sem -2% samdráttur var í verslun í janúar 2020 samanborið við 2019, alls 0.6ma. Ferðatakmarkanir eru ennþá að hafa jákvæð áhrif á innlenda verslun Íslendinga. Neyslan dregst hinsvegar saman um -24% samanborið við desember 2020 og nemur samdrátturinn -19.9 ma.


Verslun


Heildar greiðslukortavelta í verslun nam 38 ma. í janúar 2021, vex um 29% milli ára (+8.6 ma). Aukning er bæði í hefðbundinni verslun sem og í vefverslun. Hefðbundin verslun vex um 7 ma. (+25%) og vefverslun vex um 1.6 ma. (+138%) milli ára. Af heildarveltu í verslun vex vefverslun úr 3% í janúar 2020 og 6.6% í desember í 7,3% janúar 2021.

Vöxtur er í öllum helstu vöruflokkum heildarverslunar, fyrir utan bóka, blaða og hljómplötuverslanir (-0.1 ma.) og tollfrjálsa verslun (-0.4 ma.). Mesta aukningin er í stórmörkuðum og dagvöruverslun, alls 3.4 ma. (+26%) og raf- og heimilistækjaverslunum 0.8 ma. (+57%) sem vex einnig hlutfallslega mest á milli ára. Næst mesta hlutfallslega aukningin á milli ára er í áfengisverslun sem vex um 39% (+0.6ma). Eru Íslendingar að neyta meira áfengis, þrátt fyrir þurran janúar? Eða er ástæðan tilfærsla úr tollfrjálsi verslun og neyslu áfengis á börum og veitingastöðum?


Myndin sýnir hlutfall helstu vöruflokka af innlendri kortaveltu í verslun.

Vefverslun


Velta vex hinsvegar í öllum helstu vöruflokkum vefverslunar milli ára. Neysla í stórmörkuðum og dagvöruverslun vex hlutfallslega mest á milli ára, alls +282%, verslanir með heimilisbúnað +239% og lyfja-, heilsu- og snyrtivöruverslanir +217%.

Hefðbundin verslun


Hlutfallslega mesta aukningin í hefðbundinni verslun (e. in-store) er velta í raf og heimilistækjaverslun sem vex um 44% (0.7 ma.), þvínæst byggingavöruverslun sem vex um 40% (0.7 ma.). Dagvöruverslun vex hinsvegar mest á milli ára í krónum talið, eða um 2.9 ma. (+22%).



Þjónusta


Sama jákvæða þróun er hinsvegar ekki í veltu á innlendri þjónustu sem nam 25.4 ma. í janúar 2021, dregst saman um -16% milli ára (-5 ma.). Velta á sölu veitinga dróst saman um -2,5% milli ára, þrátt fyrir samdrátt er lækkunin milli ára talsvert minni en mánuðina á undan. Þá dróst velta í eldsneyti saman um tæp -5% sem getur skýrst af minni keyrslu almennt sem og aukningu á bifreiðum sem ganga fyrir öðrum eldsneytisgjöfum.


Heildarvelta þjónustu í vefverslun í janúar 2021 er 6.2 ma., dregst saman um -1.5 ma. (-19%) milli ára meðan 29% vöxtur (+1.7) var í janúar 2020 samanborið við 2019. Tveir flokkar vaxa þó í vefverslun á milli ára, gistiþjónusta um 73% (+0.03ma) og veitingar um 88% (+0.2ma). Minnkun er í öllum öðrum flokkum þjónustu.




Erlend kortavelta


Mikill samdráttur er ennþá í erlendri kortaveltu, bæði milli ára og mánaða. Í janúar nam erlend kortavelta 1.5ma, og dregst saman -12.3ma (-89%) samanborið við janúar 2020 og 0.2ma (-15%) samanborið við desember 2020.



*Samanlögð innlend og erlend kortavelta í flokkunum verslun, þjónusta, opinber gjöld og úttektir á reiðufé





Um gögnin


Upplýsingar byggðar á kortaveltugögnum frá færsluhirðum, nánar tiltekið Valitor, Borgun, Kortaþjónustan og Netgíró (kortavelta frá Pei og Síminn Pay eru ekki innifalin). Gögnin koma frá færsluhirðum niðurbrotin á verslun og vefverslun.

• Gögnin innhalda ekki einkaneyslulán (raðgreiðslur, yfirdráttur etc.).

• Tímabilið er almanaksmánuðir (ekki hefðbundið kortatímabil).

• Gögnin innhalda bæði debet og kreditkort, einstaklinga og fyrirtækja (Fyrirtækjakort c.a. 8% af veltunni fyrir árið 2020).

• Breytilegt verðlag.


Nánari upplýsingar veitir

Forstöðumaður RSV

edda@rsv.is

S: 823-4564


Sérfræðingur, RSV

aron@rsv.is

191 views
bottom of page