top of page

Erlend netverslun tvöfaldast á milli ára

Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) hefur tekið saman netverslunarvísi mánaðarins fyrir október sl. Enn heldur erlend netverslun áfram vexti sínum og náði í fyrsta skipti 5 milljörðum.  Erlend netverslun októbermánaðar var tvöfalt meiri en á sama tíma í fyrra og spáir RSV því að erlend netverslun ársins 2024 nái 45 milljörðum.


Þegar horft er til þess hvaðan vörurnar komu var um helmingur þeirra frá Eistlandi eða 2,46 milljarðar en meðal netverslun frá Eistlandi var á síðasta ári um 5-6 milljónir.


Fataverslun er stærsti vöruflokkurinn í erlendri netverslun eða 1,8 milljarðar í október og er aukning milli ára um 60% í vöruflokknum. Mikil aukning hefur orðið í flokknum byggingavörur en erlend netverslun í október 2023 nam þar rúmum 253 milljónum samanborið við 1,1 milljarð í nýliðnum október.


Á veltan.is, innri vef RSV má finna ítarlegri upplýsingar um umfang erlendrar netverslunar.



Greiningar RSV

Frekari upplýsingar og nánari greiningar um íslenska verslun er hægt að nálgast inn á Veltunni (veltan.is), gagnagrunni RSV. Greiningarnar eru flokkaðar gróflega niður í undirflokka út frá tollgögnum og er einnig haldið utan um fjölda tolllína og sendingarlönd. Fyrirtækjum stendur einnig til boða að kaupa ítarlegri greiningar sé þess óskað frá RSV.



53 views
bottom of page