Erlend netverslun dregst saman um 13,2% milli mars og apríl 2023.. Síðan mælingar RSV hófust á erlendri netverslun í byrjun árs 2022 eru báðir apríl mánuðirnir þeir mánuðir þar sem Íslendingar eyddu minnstí . Í apríl 2022 eyddu Íslendingar 1,484ma kr. en í apríl 2023 eyddu Íslendingar 1,716ma kr. Vísitala erlendrar netverslunar, hækkar því um 15,7% á ársgrundvelli.
Fataverslun er stærsti hlutinn af kaupum Íslendinga eða um 42,3% af heildarverslun mánaðarins í erlendum netverslunum. Þá hefur orðið 77,4% aukning á milli ára í kaupum á lyfja-, heilsu- og snyrtivörum.
Upplýsingum um erlenda netverslun landsmanna í apríl sl. hefur verið bætt við Netverslunarvísi RSV á Sarpi.
Nánari útskýringar um Netverslunarvísi RSV má nálgast í lýsigögnum.