top of page

Erlend netverslun í hámarki

Í nýjasta netverslunarvísi RSV má sjá að erlend netverslun Íslendinga náði 3,8 milljörðum í ágústmánuði. Aukning það sem af er ári er um 40% en má gera ráð fyrir að endi í um 60% aukningu í lok árs miðað við árið 2023. Íslendingar hafa eytt yfir 23 milljörðum í netverslun það sem af er ári en sjá má mikla aukningu frá vormánuðum.

Verslun með fatnað og skó er enn stærsti liðurinn í erlendri netverslun Íslendinga en hlutfallsleg aukning sl. mánuði er í mest verslun með byggingavörur.


Pöntuðum fyrir 850 milljónir frá Eistlandi í ágúst

Athygli vekur að netverslun frá Eistlandi hefur næstum 150 faldast frá sama tímabili í fyrra, farið úr að meðaltali 5,9 milljónum á mánuði upp í tæpar 850 milljónir í ágúst sl. og nemur netverslun þaðan það sem af er ári um 2,7 milljörðum en gæti náð 6 milljörðum sé aukningin komin til að vera.

Mest er flutt inn af byggingavörum, fatnaði og skóm en einnig hefur orðið veruleg aukning í innflutningi í öðrum vöruflokkum svo sem heimilisbúnaði, vefnaðarvöru og raftækjum.Í flokknum byggingavörur er lang mest flutt inn af „öðrum vörum úr plasti“ eða um 30% af heildarverðmæti flokksins, aðrir stærri undirflokkar með um 3-5% hlutfall eru m.a. ljós, varningur til flutnings eða pökkunar og handverkfæri.



2 views

Comments


bottom of page