top of page

Breytingar á vísitölu hárvöruverðs

Í upphafi hvers mánaðar birtir RSV vísitölu valinna hrávara á innri vef sínum, veltan.is.

Nú hafa verið birtar tölur janúarmánaðar og vekur sérstaka athygli að ekkert lát er á hækkun verðs á kakói, kaffi, gulli og nautakjöti. Þegar horft er til ástæðna hækkana verðs má rekja nýlegar hækkanir á kakói, kaffi og appelsínum til uppskerubrests í helstu ræktunarlöndum.

Verðhækkanir á gulli má rekja til ólgu á mörkuðum þar sem tilfærsla á gulli frá UK til New York hefur verið þónokkur. Ástæður fyrir verðhækkunum á nautakjöti eru m.a. þurrkar á ræktunarsvæðum, hækkanir á fóðri og hærri vaxtakostnaður.




1 view
bottom of page