Gagnvirk skýrsla RSV um árið í verslun birt í dag.
Eitt af megin hlutverkum RSV er að fylgjast með þróun og breytingum er varða verslun og neysluhegðun og koma á framfæri upplýsingum til fyrirtækja og almennings þar um. Tilgangur skýrslunnar Árið í verslun er að bregða upp mynd af stöðu og þróun verslunar á hverjum tíma. RSV gaf á árum áður út svipað rit um innlenda verslun, Árbók verslunarinnar, sem gefin var út á árunum 2006-2016, og er markmiðið nú að endurvekja árlega útgáfu sem svipar til árbókarinnar.
Útgáfan nú er gagnvirk skýrsla sem þýðir að lesendur geta sjálfir haft áhrif á myndefni og töflur með því að smella á efnið. Í skýrslunni má finna upplýsingar um ytri skilyrði til verslunar, umfang íslenskrar verslunar, þróun starfa í verslun, netverslun og ferðamannaverslun, svo eitthvað sé nefnt.