top of page

Afsláttardagar framundan.

Nóvember orðinn stærsti mánuður ársins á netinu.

Varla hefur farið framhjá nokkrum landsmanni afsláttardagar verslana í nóvember. Dagur einhleypra (e. Singles Day), svartur föstudagur (e. Black Friday) og stafrænn mánudagur (e. Cyber Monday) eru allir í nóvember og hafa íslenskar verslanir og þjónustufyrirtæki tekið dagana upp á sína arma. Sé kortavelta innanlands skoðuð má sjá að nóvember er orðinn stærsti mánuður ársins í kortaveltu í innlendri netverslun en að desember heldur enn sínum titli sem stærsti verslunarmánuður ársins í hefðbundinni verslun.

Hér fyrir neðan má sjá samantekt á kortaveltu innanlands sl. ára eftir því hvort hún átti sér stað á netinu eða í gegnum posa og sést þar hve stór áhrif nóvember hefur í netverslun.


Einn stór afsláttardagur?

Umræða hefur skapast um hvort nóvember sé að verða einn stór afsláttardagur þar sem afslættirnir teygi nú úr sér í kringum þessa tilteknu daga. Sé dagur einhleypra (e. Singles Day) eða 11. nóvember skoðaður má sjá að netverslun dróst saman frá árinu 2022 til 2023 úr 1,6 milljarði árið 2022 niður í rétt tæpan milljarð árið 2023. Sé dagurinn skoðaður í stærra samhengi eða frá fim-sun þá helgina sem hann lenti á þessum tveimur árum má sjá að heildar netverslun þessa fjóra daga nam 3,4 milljörðum 2023 samanborið við 2,7 milljarða 2022 og það sama gildir um verslun í gegnum posa, hún fór upp úr 9,7 milljörðum 2022 upp í nærri 11,5 milljarða 2023.

 



Þegar velta er skoðuð dagana í kringum svartan föstudag (e. Black Friday) og stafrænan mánudag (e. Cyber Monday) má sjá sveiflurnar sem þessir dagar valda og greinilega minni veltu dagana fyrir og á milli. Til þess að setja toppana í samhengi hafa verið sett inn meðaltöl daglegrar veltu í nóvember 2023 og 2022 án þessara þriggja áðurnefndra afsláttardaga. Mun meiri aukning er í netverslun en í hefðbundinni verslun og er stendur hún mikið til frá degi einhleypra fram að stafrænum mánudegi þó með smá niðursveiflu í kringum 15. nóvember.



54 views

Comments


bottom of page