Smásöluvísitala: október 2017
Fast verðlag; 12 mán breyting
+12,5%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna september 2017
12 mán breyting

Um rannsóknasetur verslunarinnar

Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) er leiðandi aðili á Íslandi í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar. Almennt felst starfsemi Rannsóknasetursins í því að fylgjast með þróun og breytingum sem varða verslun og neysluhegðun og koma á framfæri upplýsingum um þetta til fyrirtækja og almennings. Rannsóknasetrið gegnir lykilhlutverki sem upplýsingaveita um vísitölur og aðra  tölfræði sem stjórnendur í verslun þurfa á að halda í ákvarðanatöku í daglegri stjórnun og vegna stefnumótunar til lengri tíma.

Sagan
Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004. Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisið, VR, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið. Rannsóknasetrið starfar með ýmsum aðilum auk þeirra sem standa að setrinu og aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila. Auk fastra starfsmanna rannsóknaseturs starfa 5-6 verktakar að ýmsum verkefnum auk þess sem meistaranemar við Háskólann á Bifröst koma að verkefnum.

 

Meðal verkefna
Meðal verkefna Rannsóknasetursins er mánaðarleg vinnsla og birting á svokallaðri smásöluvísitölu sem sýnir þróun í veltu í dagvöru, fataverslun, skóverslun, áfengisverslun, raftækjaverslun og húsgagnaverslun. Vísitalan byggir á upplýsingum um veltu 50 verslunarfyrirtækja, sem reka meira en 300 smásöluverslanir, og sendar eru mánaðarlega til Rannsóknasetursins. Vísitalan er mjög mikilvægt stjórntæki í rekstri einstakra smásöluverslana því hún segir til um hvort rekstur einstakra verslana eða verslanakeðja er í takt við það sem almennt gerist eða hvort grípa þurfi til aðgerða ef þróunin er úr takti við almenna þróun á markaðinum. Vísitalan er kynnt á aðgengilegu formi á heimasíðu Rannsóknasetursins.

 

Rannsóknasetrið tekur reglulega saman hagtölur fyrir ýmis hagsmunasamtök atvinnulífsins. Þannig tekur setrið saman upplýsingar frá bílasölum um sölu notaðra bíla mánaðarlega og þær flokkað eftir bílategundum fyrir Bílgreinasambandið. Auk þess eru teknar saman mánaðarlega hagtölur bílgreina. Þá birtir Rannsóknasetrið reglulega metsölulista bókaverslana byggðan á upplýsingum frá öllum helstu bóksölum landsins. Það verkefni er unnið fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda. Einnig má nefna reglulega samantekt á hagtölum fyrir SART – Samtök atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði. Auk þessa vinnur Rannsóknasetrið verkefni fyrir einstök fyrirtæki.

 

Nánar um RSV í ritinu: Rannsóknasetur verslunarinnar 2004 - 2017

Nánari upplýsingar um Rannsóknarsetrið veitir forstöðumaður þess:

Emil B. Karlsson

email: emil@bifrost.is

Sími: 822 1203

 

Stjórn RSV skipa:

Harpa Theodórsdóttir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Guðrún Jóhannesdóttir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ)

Ólafía B. Rafnsdóttir

(formaður stjórnar)

VR

Vilhjálmur Egilsson

Háskólinn á Bifröst

Özur Lárusson

Bílgreinasambandið

 

Starfsfólk

Emil B. Karlsson Forstöðumaður
Árni Sverrir Hafsteinsson Hagfræðingur


Staðsetning:
Suðurlandsbraut 22,

108 Reykjavík

Sími: 533 3530

GSM: 822 1203

 

 

 

 

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Rannsóknasetur verslunarinnar,
Suðurlandsbraut 22,
108 Reykjavík,
Sími: 5333530.

GSM: 8684341 eða 8221203.

 

Forstöðumaður:

Emil B. Karlsson

Veffang: emil@bifrost.is

Sími: 822 1203

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, VR og  Bílgreinasambandið.

Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.