Smásöluvísitala: apríl 2019
Fast verðlag; 12 mán breyting
-2,0%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna desember 2018
12 mán breyting

Námskeið fyrir stjórnendur dreifbýlisverslana við Háskólann á Bifröst 

 

Námið er ætlað þeim sem hafa áform um að bæta og styrkja rekstur lítilla verslana í dreifbýli með því að bæta og breyta þjónustuframboði verslunarinna og gera reksturinn skilvirkari. Tilgangur námsins er að gera þá sem reka litlar verslanir í dreifbýli hæfari stjórnendur og auðvelda þeim að koma auga á lausnir sem geta styrkt reksturinn. Námið er hagnýtt og sérsniðið að þátttakendum.

Kennsla fer fram í þrjú skipti frá föstudegi til laugardags (dagsetningar kunna að breytast):

 • 14. og 15.  janúar 2011
 • 11. og 12. mars 2011
 • 9. og 10. september 2011

 

Kennslan fer fram á þremur vinnuhelgun sem. Hver þeirra byrjar kl. 13:00 á föstudegi og stendur til u.þ.b. kl 18:00. Þá er boðið til kvöldverðar, gist á staðnum og haldið áfram á laugardagsmorgni fram til kl. 16:00. Boðið er uppá morgun- og hádegisverð á laugardeginum.

Kennd verða fjögur fög:

Kaupmennska: Skipulag verslunar og vöruframsetning, samspil innra skipulags verslunar og markaðsaðgerða. Kennari: Björn Garðarsson  

Markaðssetning í nærsamfélagi: Farið yfir grunnþætti markaðssetningar og hagnýting þeirra í litlum samfélögum. Kennari: Sigurður Ragnarsson
 
Birgðahald: Stjórnun birgðahalds, innkaupa og vöruflutninga. Kennari: Sigurður Á. Sigurðsson
 
Hagnýt upplýsingatækni og áætlanagerð: Kennt er hvernig hægt er á raunhæfan hátt að hagræða í rekstri með hjálp upplýsingatækni.  Kennari: Jón Freyr Jóhannsson.

 

Dagskrá: Áætlun


1. vinnuhelgi

14. janúar 2011
13:00 – 14:00 Inngangur og tilhögun námsins. Emil B. Karlsson og Geirlaug Jóhannsdóttir
14:00 – 17:00 Markaðssetning í nærsamfélagi
17:00 – 18:30 Niðurstöður rannsóknar á viðhorfum og óskum neytenda í dreifbýli

 

15. janúar 2011
09:00 - 12:00 Kaupmennska
13:00 – 15:00 Birgðahald
15:00 – 16:00 Hagnýt upplýsingatækni og áætlanagerð

***************************************

2. vinnuhelgi
11. mars 2011
13:00 – 17:00 Kaupmennska
17:00 – 18.00 Verslunarlausnir (sérfræðingur í verslunarlausnum í heimsókn)

12. mars 2011
09:00 – 12:00 Hagnýt upplýsingatækni og áætlanagerð
13:00 – 16:00 Birgðahald

***************************************
3. vinnuhelgi
9. september 2011

13:00 – 17:00 Markaðssetning í nærsamfélagi
17:00 – 18.00 Gestaheimsókn – success story

 

10. september 2011
09:00 – 12:00 Hagnýt upplýsingatækni og áætlanagerð
13:00 – 15:00 Birgðahald (e.t.v. heimsókn sérfræðings í UT varðandi birgðahald)
15:00 – 16:00 Umræður um niðurstöður og hugsanlegt framhald

Kennslufyrirkomulag

Kennslan verður með samblandi af fyrirlestrum og æfingum sem reynt er að tengja þann raunveruleika sem þátttakendur vinna við dags daglega. Lögð er áhersla á að þátttakendur beri saman reynslu sína og læri hver af öðrum.

Nemendum er úthlutað verkefnum til að leysa heima á milli vinnuhelga og farið yfir þau í næsta tíma. Til viðmiðunar má ætla að hvert heimaverkefni taki alls um 4 – 8 klst. og fer eftir forkunnáttu og metnaði hvers þátttakanda. Verkefnin eru valin með það í huga að styrkja eigin rekstur og hæfni þátttakenda.

Möguleiki verður fyrir þátttakendur að hafa samband við kennara gegnum töluvpóst á milli vinnuhelga.

Ekki verða eiginleg próf en þess í stað æfingar og verkefni. Að námskeiði loknu fær hver þátttakandi afhent skjal sem staðfestir þátttöku í námskeiðinu.

Námskeiðslýsing

Kaupmennska Kennari: Björn Garðarsson  
Skipulag verslunar og vöruframsetning, samspil innra skipulags verslunar og markaðsaðgerða.

 

Markmið:
Að nemendur líti á búðina sem einskonar söluvél, sem þarf að stilla með reglubundnum hætti. Að nemendur sjái að mikilvægi þess að sú mynd sem verslunin vill sýna, sé einnig sú ímynd sem viðskiptavinurinn hefur af versluninni.

Við lok áfangans skal nemandinn:

 • Geta gert grein fyrir mikilvægi þess að verslunin hafi framtíðarsýn og heildarmynd sem hægt er að vinna eftir.
 • Kunna skil á þeim þáttum sem innrétting verslunarinnar hefur á þá ímynd sem viðskiptavinurinn hefur á búðinni svo og hegðun viðskiptavinarins.
 • Þekkja þau fræði sem eru notuð til að skipuleggja vöruúrval og staðsetningu vara.
 • Þekkja undirstöðureglur vöruuppstillinga.
 • Geta gert grein fyrir mikilvægi auglýsinga og söluherferða og þeim fræðum sem liggja þar bak við og áhrif þeirra á ímynd verslunarinnar.

 

Stutt innihaldslýsing:
Kaupmennska nær til þeirra hátta í starfsemi fyrirtækisins sem samræmir "hugsjón" og "hugmyndir" sem fyrirtækið vinnur út frá, með markaðsstarfsemi og skipulagi í sjálfri búðinni og byggir á stefnumótun eigenda. Kynna nemendum þær aðferðir sem notaðar eru til að hafa áhrif á ímynd búðarinnar og hvaða möguleikar eru til að hafa áhrif á hegðun og innkaup viðskiptavinarins.

Hvað er kennt?

 • Stjórnun heildarmyndar
 • Verslunarstjórnun
 • Innréttingar í verslunum
 • Kauphegðun neytenda
 • Reglur um vöruframsetningu
 • Stjórnun hillurýmis
 • Skipulagning söluherferða
 • Áhrif auglýsinga

 

Kennslufyrirkomulag:
Kennt verður í tveim áföngum, 15. janúar 2011 kl. 9:00 – 12:00 og 11. mars 2011 kl. 13:00 – 17:00. Kennslan verður á formi fyrirlestra, umræðna og verkefna. Verkefni verða stutt hópverkefni unnin í tímum. Ekki er gert ráð fyrir heimanámi. Engar forkröfur eru aðrar en áhugi á kaupmennsku, jákvæðni og virk þátttaka.


Markaðssetning í nærsamfélagi.  Kennari: Sigurður Ragnarsson
Farið yfir grunnþætti markaðssetningar og hagnýting þeirra í litlum samfélögum.

 

Markmið: 
Eftir námskeiðið á nemandi að:

 • Skilja mikilvægi markaðsfræðinnar í viðskiptum
 • Skilja helstu lykilatriði markaðsfræðinnar
 • Skilja helstu lykilatriði persónulegrar sölu
 • Geta framkvæmt markhópagreiningu
 • Vera hæfari til að kortleggja viðskiptavini
 • Vera hæfari til að þjónusta viðskiptavini

 

Stutt innihaldslýsing:
Farið er yfir hlutverk markaðsfræðinnar og hvaða þýðingu hún hefur fyrir viðskipti almennt.  Þetta þýðir að við munum fara yfir og fjalla um nokkur lykilatriði markaðsfræðinnar, þ.á.m. kauphegðun, markaðsráðana, markhópagreiningu, markaðsrannsóknir og  þjónustustjórnun.  Ennfremur verður sérstaklega fjallað um staðsetningu vöru og þjónustu á markaði.  Þar sem um er að ræða áherslu á markaðssetningu í nærsamfélagi verður einnig fjallað um fagmennsku í persónulegri sölu. 

Kennslufyrirkomulag:
Fyrirlestrar, umræður, æfingar og verkefni.


Birgðahald Kennari: Sigurður Á. Sigurðsson
Stjórnun birgðahalds, innkaupa og vöruflutninga.

 

Markmið
Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að kunna nauðsynleg undurstöðuatriði í gerð hagkvæmra innkaupa og að velja hagkvæmustu vöruflutninga.


Stutt innihaldslýsing:

Logistics

Sagan og mikilvægi vörustjórnunar með tilvitnun til fortíðar og óvæntra atburða s.s. stríðs eða náttúruhamfara.

Innkaup

Mikilvægi í rekstri fyrirtækja, hlutfall  rekstrarkostnaðar, Fifo, vöruvöntun,
ferskleiki, tíska.

Samningar

Aðferð og tækni við gerð viðskiptasamninga, verð og gæði, greiðsluskilmálar og afhendingamáti.  Önnur  ákvæði.

Birgjar

Val á birgjum og samskipti við þá.

Birgðahald

Birgðastjórnun, úthýsing, veltuhraði, kostnaður, vörutalningar.

Flutningar 

Vöruflutningar og dreifing, samningar þar um og eftirlit

Tölvutækni 

Samskipti milli tölva, sjálfvirk pantanakerfi, staðfestingar, reikningar, greiðslur.


Kennslufyrirkomulag
Fyrirlestrar með raunhæfum æfingum á vinnuhelgum auk verkefna sem tengjast daglegum verslunarrekstri og þátttakendum er ætlað að leysa heima á milli vinnuhelga.

 

Hagnýt upplýsingatækni og áætlanagerð. Kennari: Jón Freyr Jóhannsson
Kennt er hvernig hægt er á raunhæfan hátt að hagræða í rekstri með hjálp upplýsingatækni. 

 

Markmið: Gera nemendur hæfari til að vinna með tölulegar upplýsingar á tölvutæku formi og greina þær með aðferðum Excel töflureiknis


Stutt innihaldslýsing: Unnið verður með Excel töflureikni við úrvinnslu og túlkun gagna. Sýndar verða tengingar við gagnasöfn svo sem Access, ásamt því hvernig flytja má inn gögn frá öðrum kerfum. Unnið verður með Pivot-töflur í Excel


Kennslufyrirkomulag:  Kennsluform er þannig að nemendur fá í hendur upptökur (hljóð og mynd) þar sem farið verður yfir aðferðir við lausn viðfangsefna. Sýnidæmi verða aðgengileg. Leiðbeiningar í þessum upptökum eiga að duga til að vinna verkefni sem lögð verða fyrir.

Samningur

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Rannsóknasetur verslunarinnar,
Bifröst, 
311 Borgarbyggð,
Sími: 533 3530.

GSM: 868 4341 eða 868 8825.

 

Forstöðumaður:

Árni Sverrir Hafsteinsson

Póstfang: arni@bifrost.is

Sími: 868 4341

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, Atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, VR, Háskólinn á Bifröst og  Bílgreinasambandið.

Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.