Um heimsmarkaðsverð á landbúnaðarvörum

Rannsóknasetur verslunarinnar birtir mánaðarleg meðalverð á ýmsum hrávörum. Verðin eru birt í krónum og evrum og eru umreiknuð til að sýna verð á einu kílógrammi af hverri vöru. Enn fremur eru birtar hlutfallsbreytingar frá síðasta mánuði sem og sama mánaðar fyrra árs.

 

Úrvinnsla talnaefnsisins fer þannig fram að safnað er daglegum gögnum um lokaverð á mörkuðum með hrávörur sem og daglegri gengisskráningu viðkomandi gjaldmiðla frá Seðlabanka Íslands. Dagleg verð eru umreiknuð í þá gjaldmiðla sem birtir eru miðað við gengi dagsins og að lokum er fundið meðaltal mánaðar í hverjum gjaldmiðli.

 

Birtingaáætlun

Gögn um heimsmarkaðsverð á landbúnaðarvörum verða birt um 5. hvers mánaðar fyrir meðalverð næsta mánaðar á undan.

 

Áskrift að gögnum

Rannsóknasetur verslunarinnar býður upp á áskrift að reglulegum tilkynningum um uppfærð gögn. Sú þjónusta er án endurgjalds. Hægt er að skrá sig á póstsendilista með því að smella á hnappinn í valmyndinni hér til hliðar.

 

Umsjón með gögnum og gagnaúrvinnslu

Pálmar Þorsteinsson

palmar@bifrost.is

 

   
    Sjá þróun heimsmarkaðsverðs
   
     
   
Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Rannsóknasetur verslunarinnar,
Suðurlandsbraut 22,
108 Reykjavík,
Sími: 5333530.

GSM: 8684341 eða 8221203.

 

Forstöðumaður:

Árni Sverrir Hafsteinsson

Veffang: arni@bifrost.is

Sími: 8684341

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, VR og  Bílgreinasambandið.

Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.