Stofnun og rekstur samvinnufélaga
Conventus er heiti á evrópsku samstarfsverkefni sem miðaði að því að styðja við stofnun og rekstur samvinnufélaga. Verkefninu lauk í lok árs 2013.
Tilgangur verkefnisins var að búa til fræðslu- og ráðgjafaefni til að styrkja hæfni og þekkingu þeirra sem starfa innan samvinnufélaga eða hafa áhug á að rekstri þeirra. Þátttakendur í verkefninu voru háskólar og samtök samvinnufélaga í Svíþjóð, Finnlandi, Ítalíu, Póllandi auk Íslands. Þessir aðilar höfðu fyrir flestir viðamikla reynslu af fræðslu og fyrirtækjaráðgjöf á þessu sviði.
Fyrsta markmið verkefnisins var að ná til starfsmanna samvinnufélaga í hverju þátttökulandi og þeirra sem hyggja á stofnun samvinnurekstrar. Langtímamarkmiðið var síðan að búa til sérsniðna námskrá fyrir stofnendur samvinnufélaga.
Fræðsluefnið er þannig uppbyggt að það miðar annars vegar að því að auka skilning og þekkingu á hugmyndafræði samvinnufélaga, efla frumkvöðlahugsun þeirra sem koma að starfsemi slíkra félaga og hins vegar að kenna ýmsa faglega rekstrarþætti sem þarf til að reka samvinnufélög.
Stefnt er að því að verkefnið leiði til meiri nýsköpunar í atvinnulífinu, auki atvinnutækifæri og verði um leið nýr valmöguleiki fyrir frumkvöðla og fyrirtækjastefnendur. Samvinnufélög henta einkar vel í þeim tilvikum þar sem ekki er aðeins stefnt að rekstri í hagnaðarskyni heldur einnig í félagslegum tilgangi. Dæmi um það eru húsnæðis- og byggingafélög, rekstur dagheimila, elliheimila og annarrar félagslegrar þjónustu, þá má nefna innkaupafélög, verslanir og rekstur leigubifreiða. Þannig er gert ráð fyrir að verkefnið hafi samfélagsleg áhrif auk efnahagslegra áhrifa.
Þátttakendur í verkefninu voru:
- Rannsóknasetur verslunarinnar við Háskólann á Bifröst
- Coompanion Co-operative Development Agency of Skaraborg (Svíþjóð)
- Kemi-Tornio University of Applied Sciences (Finnland)
- National Cooperative Council – Cooperative Research Institute (Spółdzielczy Instytut Badawczy, Pólland)
- Trentino Federation of Cooperation (Ítalía)
- Osuustoiminnan kehittäjät Coop Finland ry (Finnland)
Námskeiðslýsing…
Námsskrá…
Dæmi um dagskrá...
Tengiliðir íslenska hluta verkefnisins eru Emil B. Karlsson (verkefnisstjóri), emil@bifrost.is og Sigrún Lilja Einarsdóttir, sigrunlilja@bifrost.is.
The Conventus project has been funded with support from the European Commission. This publication reflects the views only of the authors, and the Commission cannot be held responsible for any use which may be made of the information contained therein.
Presentation in English..