Smásöluvísitala: september 2018
Fast verðlag; 12 mán breyting
+10,3%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna maí 2018
12 mán breyting
26. september 2018 08:00

Skýrslan Framleiðni í íslenskri verslun er komin út

Á tímabilinu 2008 til 2017 hækkaði framleiðni vinnuafls í heild- og smásöluverslun um 3,7% á ári. Framleiðnivöxturinn var meiri í smásölu en heildverslun og meiri en í atvinnulífinu í heild. Þannig var árlegur vöxtur í framleiðni vinnuafls í smásölu 4,5%, um 1,8% í heildverslun og um 1,5% hjá öllum atvinnugreinum í heild sinni. Ein skýring sem nefnd hefur verið fyrir lægri vexti í framleiðni í heildverslun er sú að lítið hafi verið um tækninýjungar í greininni.

Skýrslan er hugsuð sem viðbót við skýrsluna Íslensk netverslun –áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni.

 

Skýrslan er unnin í samstarfi við Samtök verslunar og þjónustu en hitann og þungann af ritun hennar bar Ingvar Freyr Ingvarsson,

hagfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu

 

Á tímabilinu 2008 til 2017 hækkaði framleiðni vinnuafls í heild- og smásöluverslun um 3,7% á ári. Framleiðnivöxturinn var meiri í smásölu en heildverslun og meiri en í atvinnulífinu í heild. Þannig var árlegur vöxtur í framleiðni vinnuafls í smásölu 4,5%, um 1,8% í heildverslun og um 1,5% hjá öllum atvinnugreinum í heild sinni. Ein skýring sem nefnd hefur verið fyrir lægri vexti í framleiðni í heildverslun er sú að lítið hafi verið um tækninýjungar í greininni.

 

Erlendur samanburður

Með því að bera saman vinnsluvirðið á hverja vinnustund í íslenskri heild- og smásölu við hin vinnsluvirði í heild- og smásölu á hinum Norðurlöndunum sést að Ísland er með lægri framleiðni á vinnustund en Danmörk, Noregur og Svíþjóð en hærri en Finnland. Ef framleiðni á Íslandi er borin saman við hin Norðurlöndin er vinnsluvirðið á hverja vinnustund

í íslenskri heildverslun lægst, meðan það er hæst í Danmörku. Þegar horft er til vinnsluvirðis á hverja vinnustund í íslenskri smásölu borið saman við hin Norðurlöndin sést að framleiðnin hér á landi er sú hæsta meðal Norðurlanda. Taka verður fram að hlutfall verðmætasköpunar á vinnustund er háð ýmsum öðru en vinnuafli Það á t.d. við um þætti sem nýttir eru í framleiðslu, t.a.m. fjármagni, viðeigandi tæknistigi og stærðarhagræði. Líklegt er að stærri rekstrareiningar og bætt stjórnun í rekstri á Íslandi hafi skilað sér í aukinni framleiðni í smásöluverslun. Þá er ekki ólíklegt að fjölgun erlendra ferðamanna á síðustu árum hafi lagt sitt að mörkum til að bæta nýtingu framleiðsluþátta, en ferðamönnum hefur fjölgað langt umfram fjölgun þjóðarinnar. Um leið hafa áhrif ferðamanna á hvers kyns verslunarfyrirtæki aukist mikið.

 

Skýrsluna má nálgast hér

 

Senda á Facebook
Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Rannsóknasetur verslunarinnar,
Suðurlandsbraut 22,
108 Reykjavík,
Sími: 5333530.

GSM: 8684341 eða 8221203.

 

Forstöðumaður:

Árni Sverrir Hafsteinsson

Veffang: arni@bifrost.is

Sími: 8684341

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, VR og  Bílgreinasambandið.

Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.