Smásöluvísitala: maí 2019
Fast verðlag; 12 mán breyting
+13,7%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna maí 2019
12 mán breyting
13. september 2018 07:30

Íslensk netverslun

Rannsóknasetur verslunarinnar hefur gefið út skýrsluna Íslensk netverslun – áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni þar sem fjallað er um áhrif stafrænnar tækni á verslun og verslunarhegðun Íslendinga. Margir telja að aldrei áður hafi orðið jafn stórstígar breytingar verslun og verslunarmynstri eins og nú eiga sér stað.

Skýrslunni er skipt í þrjá hluta. Í fyrsta hluta er farið yfir áhrif og afleiðingar stafrænnar tækni á verslun almennt og með áherslu á íslenska verslun. Í öðrum hluta eru birtar niðurstöður þriggja rannsókna á íslenskri netverslun. Þar er birt ítarleg samantekt á umfangi netverslunar hér á landi og netverslunar frá útlöndum – tölur sem ekki hafa verið áður birtar. Einnig eru kynntar niðurstöður úr viðamikilli skoðanakönnun á netverslunarhegðun Íslendinga. Þá eru niðurstöður úr viðtalskönnun meðal stjórnenda stærstu íslensku netverslana um stöðu og horfur. Í þriðja hluta skýrslunnar eru settar fram ályktanir og tillögur byggðar á þeim rannsóknum sem kynntar eru í skýrslunni.  

 

Skýrslan sýnir meðal annars fram á að netverslun kallar á miklar breytingar í því hvernig fólk hugsar um hugtakið verslun. Fjallað er um áhrif samkeppni frá stórum alþjóðlegum netverslun á íslenska verslun. Fjallað er um greiðslumiðlun framtíðarinnar, áhrif deilihagkerfisins og mikilvægi endurskipulagningar í vörudreifingu. Einnig er fjallað um mikilvægi nýsköpunar í verslun. Þá fjallar skýrslan um væntanlegar breytingar á framtíðarstörf í verslun og nýjar menntunarþarfir verslunarfólks.

 

Með netverslun eru landamæri orðin óskýrari og setur það þrýsting á íslensk fyrirtæki og stjórnvöld til þess að bregðast við.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök verslunar og þjónustu og VR styrktu útgáfu skýrslunnar. Höfundur hennar er Emil B. Karlsson.

 

Í skýrslunni má meðal annars finna:

·         Innlend netverslun árið 2017 var 8,8 milljarðar en erlend netverslun mældist lægri eða 4,3 milljarðar. Líklega er um vanmat að ræða á erlendu netversluninni vegna vara sem sleppa framhjá tolli.

·         88% svarenda versluðu á netinu á síðastliðna 12 mánuði

·         Íbúar á landsbyggðinni eru líklegri til þess að versla við innlendar netverslanir en höfuðborgarbúar.

·         Verðlag er helsti áhrifaþátturinn í kaupákvörðun á netinu.

·         Helstu áskoranir netverslunar, bæði hér á landi og erlendis, eru afhendingarkostir vara.

·         Hár sendingakostnaður er talinn hamla íslenskri netverslun.

·         Verslun hefur og mun taka miklum breytingum. Netverslun kallar á breytta hugmyndafræði um hvað verslun er og hvernig hún birtist.

·         Áskoranir verslana birtast einnig í breyttri menntunarþörf starfsfólks. En starfsfólk netverslana er sérhæfðara en starfsfólk hefðbundinna verslana.

 

Til þess að lesa kynningu á skýrslunni smellið hér.

Til þess að lesa skýrsluna sjálfa smellið hér

Senda á Facebook
Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Rannsóknasetur verslunarinnar,
Bifröst, 
311 Borgarbyggð,
Sími: 533 3530.

GSM: 868 4341 eða 868 8825.

 

Forstöðumaður:

Árni Sverrir Hafsteinsson

Póstfang: arni@bifrost.is

Sími: 868 4341

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, Atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, VR, Háskólinn á Bifröst og  Bílgreinasambandið.

Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.