Smásöluvísitala: maí 2019
Fast verðlag; 12 mán breyting
+13,7%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna maí 2019
12 mán breyting
20. apríl 2018 15:50

Árbók bílgreina 2018

Árbók bílgreina er nú gefin út í fimmta sinn, í henni er finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um þróun bílgreina síðastliðin ár. Til dæmis að fjöldi nýskráðra bíla hefur aldrei verið meiri enn á síðasta ári eða 23.917 bílar, helmingur þeirra bílaleigubílar. Þá voru nýskráðir 2.227 rafmagns- og tengiltvinnbílar. Þetta og margt fleira kemur fram í Árbók bílgreina 2018 sem nú er birt.

Skýrsluna má nálgast hér

 

Hér að neðan eru nokkur þeirra atriða sem fram koma í Árbókinni:

 

 • Hlutur bílgreina í landsframleiðslu stendur í stað á milli ára, þrátt fyrir mikla aukningu í nýskráningum bifreiða
 • Helstu tekjur ríkisins af bílgreinum 2017 voru:
  - Vörugjöld af bensíni og dísilolíu 24 milljarðar kr.
  - Bifreiða og úrvinnslugjöld 7.3 milljarðar kr.
  - Vörugjöld vegna innfluttra bifreiða 10.1 milljarðar kr.
  - Vanrækslugjöld 335 milljónir
  - Skráningargjöld vegna nýskráninga og eigendaskipta 412 milljónir kr.
  - Umferðaröryggisgjald 162 milljónir kr.
 • Gráir og hvítir bílar eru áfram vinsælustu litirnir, lítil fjölbreytni í litavali heldur því áfram. Þó voru seldir 2 bleikir bílar á árinu, var það í fyrsta skiptið síðan 2014 sem það gerist
 • Fjöldi nýskráninga bíla jókst um 15% milli ára. Nýtt met var sett í nýskráningum
 • Aftur áttu bílaleigur um helming nýskráðra bíla
 • Skipting innfluttra og notaðra atvinnubíla 2017 var eftirfarandi:
  - Sendibílar: 2.024 nýir og 850 notaðir
  - Hópbílar: 156 nýir og 120 notaðir
  - Vörubifreiðar: 391 nýir og 433 notaðir
 • Álagning vegna vanrækslugjalda drógust saman um 12% milli ára
 • Meðalaldur bifreiða á landinu heldur áfram að lækka, hægt og rólega, var hann 12,03 ár í lok ársins 2107
 • Flest umferðarslys urðu í nóvember en fæst í apríl
 • Hraðhleðslustöðvar hafa verið settar upp allan hringveginn, fyrsta stöðin var sett upp árið 2014. Von er á áframhaldandi uppsetningum slíkra stöðva víðsvegar um landið
 • Tengiltvinnbílum fjölgar mest á milli ára eða um 200% á milli ára. Rafbílum fjölgar einnig hratt milli ára.
Senda á Facebook
Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Rannsóknasetur verslunarinnar,
Bifröst, 
311 Borgarbyggð,
Sími: 533 3530.

GSM: 868 4341 eða 868 8825.

 

Forstöðumaður:

Árni Sverrir Hafsteinsson

Póstfang: arni@bifrost.is

Sími: 868 4341

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, Atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, VR, Háskólinn á Bifröst og  Bílgreinasambandið.

Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.