Smásöluvísitala: maí 2019
Fast verðlag; 12 mán breyting
+13,7%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna maí 2019
12 mán breyting
14. september 2017 10:54

TTRAIN – Nýr vefur fyrir starfsþjálfun í ferðaþjónustufyrirtækjum

Fyrirtækjum og starfsfólki í ferðaþjónustu býðst nú í fyrsta sinn ítarlegar leiðbeiningar um skipulag og innihald starfsnáms sem ætlað er til fræðslu og þjálfunar innan fyrirtækjanna. Um er að ræða upplýsingavef með námsskrá og leiðbeiningum fyrir stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja sem vilja veita lykilstarfsmönnum innan fyrirtækjanna þjálfun í að verða leiðbeinendur fyrir nýja starfsmenn og viðhalda starfsþjálfun þeirra sem fyrir eru í starfi (e. training of trainers).

 

Sjá: http://trainingfortourism.eu/web-portal/

 

Þær upplýsingar sem birtar eru á vefnum er afurð tveggja ára evrópsks samstarfsverkefnis undir stjórn Rannsóknaseturs verslunarinnar og Háskólans á Bifröst ásamt þátttöku Samtaka ferðaþjónustunnar. Verkefnið, sem ber heitið TTRAIN (TourismTraining), var unnið í samstarfi við aðila í Finnlandi, Austurríki og Ítalíu (Sikiley). Erasmus+, menntaáætlun ESB styrkti verkefnið.

Námsskráin og leiðbeiningar sem henni fylgja byggir á aðferðum sem beitt er við kennslu fullorðins fólks. Mikið er lagt upp úr skapandi hugsun, örvun á frumkvæði, samskiptum og reynsluheimur fullorðinna nýttur. Námsskráin hefur verið prufukeyrð á tilraunanámsskeiðum í öllum þátttökulöndunum og endurbætt að fenginni reynslu og eftir ábendingum þátttakenda. Hér á landi hafa um 30 einstaklingar farið í gegnum námið. Það eru starfsmenn í mismunandi tegundum ferðaþjónustu, allt frá hótelum til ferðaskipuleggjenda.

Háskólinn á Bifröst, í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar, býður ferðaþjónustufyrirtækjum nokkur námskeið á næstunni. Hvaða fræðsluaðila sem er, er heimilt að nota námsskrána.

 

Hér er hlekkur í upplýsingavefinn: http://trainingfortourism.eu/web-portal/

Senda á Facebook
Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Rannsóknasetur verslunarinnar,
Bifröst, 
311 Borgarbyggð,
Sími: 533 3530.

GSM: 868 4341 eða 868 8825.

 

Forstöðumaður:

Árni Sverrir Hafsteinsson

Póstfang: arni@bifrost.is

Sími: 868 4341

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, Atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, VR, Háskólinn á Bifröst og  Bílgreinasambandið.

Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.