Smásöluvísitala: maí 2019
Fast verðlag; 12 mán breyting
+13,7%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna maí 2019
12 mán breyting
6. apríl 2017 11:41

Árbók bílgreina 2017

Á síðasta ári voru 20.734 nýskráðir bílar sem er þriðjungs aukning frá árinu áður. Helmingur nýrra bíla voru bílaleigubíla. Nýskráðir hópbílar voru 235 auk þess sem fluttir voru inn 198 notaðir hópbílar… Allt þetta og miklu meira má lesa í Árbók bílgreina 2017 sem nú er birt.

Útgefendur Árbókar bílgreina 2017 er Rannsóknasetur verslunarinnar og Bílgreinasambandið.

 

 

 

Hér má nálgast Árbókina

 

Hér að neðan er stiklað á nokkrum þeirra atriða sem fram koma í Árbókinni.

 

Í Árbók bílgreina 2017 kemur þetta m.a. fram:

 

·       Velta í sölu nýrra bíla nam 121 milljarði kr. 2016 og jókst um fjórðung frá árinu áður.

 

·       Meðal tekna ríkisins af bílgreinum 2016 má nefna:

o   Vörugjöld af bensíni og dísilolíu 22 milljarðar kr.

o   Vörugjöld vegna innfluttra bifreiða 8,4 milljarðar kr.

o   Bifreiða- og úrvinnslugjöld 6,6 milljarðar kr. (árið 2015)

o   Vanrækslugjöld 383 millj. kr.

o   Skráningagjöld vegna nýskráninga og eigendaskipta 368 millj. kr.

o   Umferðaöryggisgjald 156 millj. kr.

 

·       Aldrei hafa fleiri nýir fólksbílar verið skráðir á Íslandi en 2016. Heildarfjöldi nýrra skráðra bifreiða var 20.735 á árinu, sem er 33% aukning frá árinu áður. Þar að auki voru nýskráðir hér á landi 1.702 bílar sem áður höfðu verið skráðir erlendis.

 

·       Helmingur nýskráðra bíla árið 2016 voru bílaleigubílar.

 

·       Fjöldi innfluttra nýrra og notaðra atvinnubíla 2016 var eftirfarandi:

o   Sendibílar: 1.773 nýir og 776 notaðir

o   Hópbílar: 235 nýir og 198 notaðir

o   Vörubílar: 215 nýir og 206 notaðir

 

·       76% allra nýrra bíla á Íslandi 2016 voru „litlausir“, þ.e. skráðir í litunum grár, hvítur eða svartur. Grái liturinn er langvinsælastur. Árin 2015 og 2016 var enginn bleikur bíll fluttur til landsins.

 

·       Meðalaldur fólksbifreiða á skrá í árslok 2016 var 12,5 ár

 

·       Nýir bílar losuðu að meðaltali 26% minna koltvíoxíð út í andrúmsloftið en nýir bílar árið 2010. Ný framleiðslutækni gerir þetta að verkum, auk þess sem öryggisbúnaður bílanna eykst.

 

·       Hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa eykst stöðugt. Hlutfall slíkra orkugjafa, þ.e. lífdísilolíu, etanól og metan, jókst um 174% á tveimur árum.

 

Senda á Facebook
Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Rannsóknasetur verslunarinnar,
Bifröst, 
311 Borgarbyggð,
Sími: 533 3530.

GSM: 868 4341 eða 868 8825.

 

Forstöðumaður:

Árni Sverrir Hafsteinsson

Póstfang: arni@bifrost.is

Sími: 868 4341

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, Atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, VR, Háskólinn á Bifröst og  Bílgreinasambandið.

Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.