Smásöluvísitala: september 2018
Fast verðlag; 12 mán breyting
+10,3%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna maí 2018
12 mán breyting
17. maí 2016 17:14

Mikill vöxtur í verslun með hækkandi sól

Mikil velta var í flestum flokkum varanlegra og hálf-varanlegra neysluvara í apríl. Sem dæmi var verslun með húsgögn 46% meiri í apríl nú en fyrir ári síðan og 32% meiri velta var með byggingavörur samanborið við sama mánuð í fyrra, þá var fata- og skóverslun einnig lífleg í apríl. 

 

 

Apríl er að jafnaði ekki stór mánuður í húsgagnaverslun en í apríl síðastliðnum var húsgagnaverslun þó nokkuð yfir meðaltali síðustu 12 mánaða. Velta húsgagnaverslunar var eins og áður segir 46% meiri á breytilegu verðlagi í apríl samanborið við sama mánuð í fyrra og 48% meiri á föstu verðlagi. Verðlag húsgagna hefur lækkað um 1,6% frá apríl 2015 en um 0,8% ef síðustu 12 mánuðir eru bornir saman við sama tímabil þar á undan.

 

Athyglisvert er að dagvöruverslun var talsvert meiri í apríl síðastliðnum heldur en í apríl í fyrra. Þetta er þrátt fyrir að páskar hafi verið í apríl í fyrra en ekki á þessu ári. Eins ber velta í áfengisverslun með sér að þrátt fyrir tímasetningu páska hafi sala áfengis síður verið minni en í fyrra. Er það til merkis um stöðugan vöxt í sölu á mat og drykk.

 

Hugsanlega má rekja vaxandi verslun með mat og drykk og ýmsar sérvörur til hlýjandi veðurfars. Samkvæmt greiningu Veðurstofunnar var tíðarfar nokkuð gott suðvestanlands í apríl síðastliðnum og betra en í apríl 2015.

 

Með hækkandi sól eykst byggingavöruverslun að vanda. Velta byggingavöruverslunar í apríl var 32% meiri á breytilegu verðlagi en í sama mánuði árið 2015 og 31% meiri á föstu verðlagi. Ásamt hagfelldara veðurfari í apríl nú en fyrir ári má einnig tengja aukna veltu í byggingavöruverslun við vænkandi hag landsmanna og vaxandi kaupmátt. Verðlag byggingavöru hefur hækkað um 1,5% frá apríl í fyrra.

 

Verslun með föt og skó var einnig óvenju lífleg í apríl og jókst verslun með fatnað um 17,7% frá fyrra ári en skóverslun um 20,6% á breytilegu verðlagi. Verð á fötum lækkaði um 2,1% frá fyrra ári en verð á skóbúnaði um 7,8%. Á föstu verðlagi jókst því verslun með föt um 20,4% og skóverslun um 30,8%.

 

Nokkuð hægir á vexti raftækjaverslunar en 24% meiri sala var í stórum/hvítum raftækjum samanborið við sama mánuð í fyrra á meðan verslun með lítil raftæki (svokallaðar brúnvörur) dróst saman um 3,4% á breytilegu verðlagi. Þá var verslun með farsíma 23% meiri en í apríl 2015 og verslun með tölvur jókst um hálft prósent frá fyrra ári. Verðlag raftækja fer heldur lækkandi en verðvísitölur allra flokka raftækja lækka um 3-5% frá sama tíma í fyrra.

 

 

Tilkynningin í heild

Senda á Facebook
Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Rannsóknasetur verslunarinnar,
Suðurlandsbraut 22,
108 Reykjavík,
Sími: 5333530.

GSM: 8684341 eða 8221203.

 

Forstöðumaður:

Árni Sverrir Hafsteinsson

Veffang: arni@bifrost.is

Sími: 8684341

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, VR og  Bílgreinasambandið.

Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.