Smásöluvísitala: september 2018
Fast verðlag; 12 mán breyting
+10,3%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna maí 2018
12 mán breyting
20. apríl 2016 12:04

Ferðamenn eyddu 15 milljörðum meira á fyrsta ársfjórðungi

Erlend greiðslukortavelta í mars síðastliðnum nam tæpum 15 milljörðum króna samanborið við 9,7 milljarða í mars 2015. Um er að ræða 55% aukningu á milli ára. Sé litið á fyrsta ársfjórðung í heild nam kortavelta erlendra ferðamanna um 40 milljörðum króna, það gerir 61% aukningu á milli ára en kortaveltan var 24,7 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi árið 2015. Kortavelta á hvern erlendan ferðamann sem kom til landsins í mars jókst um rúmlega 12% miðað við sama mánuð í fyrra.

 

Erlend kortavelta í mars jókst í öllum útgjaldaliðum. Líkt og í febrúarmánuði var mikil aukning í farþegaflutningum, eða 131% frá sama mánuði í fyrra. Erlendir aðilar greiddu í mars með kortum sínum alls 3,2 milljarða króna fyrir farþegaflutninga, en til að setja vöxt undanfarinna missera í samhengi má nefna að kortavelta í sama flokk nam 3,7 milljörðum allt árið 2013. Jafnframt er mars fimmti mánuðurinn í röð þar sem greiðslukortavelta vegna flugferða meira en tvöfaldast frá fyrra ári.

Þá var í mars töluverð aukning í kortaveltu ferðamanna í verslun og versluðu ferðamenn fyrir rúmlega 1,7 milljarð, sem er 40% meira en í sama mánuði í fyrra. Mestur var vöxturinn í dagvöruverslun, um 85% og þar næst, 51% í fataverslun.

Kortavelta ferðamanna í bílaleigum í mars var um helmingi meiri en í sama mánuði í fyrra og hefur hún tvöfaldast frá mars 2014. Í öðrum flokkum jókst kortavelta einnig á milli ára, sem dæmi um 53% í veitingaþjónustu og 43% í gistiþjónustu.

Í mars komu um 116 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 38% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Til samanburðar eru það fleiri ferðamenn en komu í júní 2014, þriðja fjölmennasta ferðamannamánuði þess árs. 

 

Tilkynningin í heild

Talnagögn

Senda á Facebook
Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Rannsóknasetur verslunarinnar,
Suðurlandsbraut 22,
108 Reykjavík,
Sími: 5333530.

GSM: 8684341 eða 8221203.

 

Forstöðumaður:

Árni Sverrir Hafsteinsson

Veffang: arni@bifrost.is

Sími: 8684341

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, VR og  Bílgreinasambandið.

Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.