Smásöluvísitala: maí 2018
Fast verðlag; 12 mán breyting
+9,3%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna maí 2018
12 mán breyting
23. ágúst 2011 13:39

Áhrif gengis á verðlag

Styrking krónunnar hefur minni áhrif til lækkunar á vöruverði heldur en veiking hennar hefur á hækkun á vöruverði. Þetta er meginniðurstaða rannsóknar sem Rannsóknasetur verslunarinnar og eru birtar í skýrslunni Áhrif gengis á verðlag.

 

Í skýrslunni er fjallað um hvernig þróun gengis hefur áhrif á verðlag og sjónum sérstaklega beint að sérkennum Íslands hvað það varðar. Metin eru áhrif gengisbreytinga á verðlag innfluttra matvæla, raftækja og byggingarefna. Jafnframt er kannað hvort áhrif gengis á verðlag sé mismunandi eftir því hvort um styrkingu krónunnar eða veikingu er að ræða.

 

Gengisbreytingar virðast koma að fullu fram í verðlagi allra þeirra vöruflokka sem litið var til. Vísbendingar sjást um að styrking krónunnar hafi í öllum tilvikum minni áhrif á verðlag en veiking hennar gerir. Áhrif gengisbreytinga koma hvað hraðast fram fyrir flokk innfluttrar matvöru. Þaueru að mestu komin fram að fimm mánuðum liðnum. Fyrir aðra flokka sem kannaðir voru liðu um sjö til níu mánuðir þar til endanleg gengisáhrif höfðu að fullu komið fram.Niðurstöðurnar staðfesta þannig þær fullyrðingar sem oft er varpað fram um að viðbrögð fyrirtækja séu ólík eftir því hvort gengi styrkist eða veikist, en eins og fram kemur í greininni er slík hegðun fyrirtækja ekki sér íslenskt fyrirbæri.

 

Nánari upplýsingar veitir Kári Joensen, hagfræðingur hjá Rannsóknasetri verslunarinnar (kari@bifrost.is. GSM sími: 862 4554.

 

 

 

Senda á Facebook
Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Rannsóknasetur verslunarinnar,
Suðurlandsbraut 22,
108 Reykjavík,
Sími: 5333530.

GSM: 8684341 eða 8221203.

 

Forstöðumaður:

Árni Sverrir Hafsteinsson

Veffang: arni@bifrost.is

Sími: 8684341

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, VR og  Bílgreinasambandið.

Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.