Smásöluvísitala: desember 2018
Breytilegt verðlag; 12 mán breyting
-7,6%
Húsgögn
Smásöluvísitala
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna nóvember 2018
12 mán breyting
*Undanskilinn er flokkurinn Ýmis önnur þjónusta, þ.m.t. farþegaflutningar
0
0
0
0
0
0
0
Nýjustu færslur RSV af Twitter
0
Fréttir
16.1 2019

Nokkur samdráttur varð í veltu byggingavöru- og húsgagnaverslunar í desember miðað við sama mánuð árið 2017. Telst þetta til nokkurra tíðinda enda hefur takturinn frekar verið upp á við síðustu misseri.

 

Öll tilkynningin

 

Talnaefni 

23.12 2018

Aukning varð í flestum útgjaldaflokkum kortaveltu erlendra ferðamanna í nóvember en aukningin mælist í heildina 8,4% á milli ára og var heildarvelta erlendra korta 15,6 milljarðar. Hlutfallslega aukningin er þó mun meiri í raun en færsluhirðing korta innlendra flugfélaga hefur undanfarið ár færst frá innlendum færsluhirðum og því horfið úr þeim tölum sem hér eru birtar. Þannig var aukningin 18,2% ef litið er fram hjá flugþjónustu en það jafngildir 1,1% aukningu í kortaveltu á mann á föstu gengi. Heildarveltan án flugþjónustu er því 15 milljarðar kr.

 

Öll tilkynningin

 

Talnaefni 

17.12 2018

Í nóvembermánuði síðastliðnum, jókst innlend kortavelta Íslendinga í netverslun um 15% frá sama mánuði í fyrra en velta innlendra greiðslukorta Íslendinga í verslun jókst um 5% á sama tímabili. Jólaverslun fer að töluverðum hluta fram í nóvember en með stórum verslunardögum að erlendri fyrirmynd færist jólaverslunin sífellt meira fram í þann mánuð. Hér er átt við hinn Bandarískættaða Svarta föstudag, kínverska dag einhleypra og netmánudaginn, en allir falla þessir dagar í nóvember.

 

 

 

 

 

Öll tilkynningin

 

Talnaefni

26.9 2018

Á tímabilinu 2008 til 2017 hækkaði framleiðni vinnuafls í heild- og smásöluverslun um 3,7% á ári. Framleiðnivöxturinn var meiri í smásölu en heildverslun og meiri en í atvinnulífinu í heild. Þannig var árlegur vöxtur í framleiðni vinnuafls í smásölu 4,5%, um 1,8% í heildverslun og um 1,5% hjá öllum atvinnugreinum í heild sinni. Ein skýring sem nefnd hefur verið fyrir lægri vexti í framleiðni í heildverslun er sú að lítið hafi verið um tækninýjungar í greininni.

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Rannsóknasetur verslunarinnar,
Suðurlandsbraut 22,
108 Reykjavík,
Sími: 5333530.

GSM: 8684341 eða 8221203.

 

Forstöðumaður:

Árni Sverrir Hafsteinsson

Póstfang: arni@bifrost.is

Sími: 8684341

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, VR og  Bílgreinasambandið.

Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.