Erlend greiðslukortavelta hérlendis í ágúst síðastliðnum nam alls 32,8 milljörðum króna og var 6,2% meiri en í sama mánuði í fyrra. Sumarmánuðina þrjá, júní, júlí og ágúst, nam erlend greiðslukortavelta hérlendis alls 93,2 milljörðum kr., sem er 5,3% meiri velta en sömu mánuði sumarið 2016.
Ágúst var metmánuður í komum ferðamanna um Leifsstöð. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu komu 284.124 ferðamenn um flugvöllinn í ágúst, 17,6% fleiri en í ágúst í fyrra og 4,5% fleiri en í júlí síðastliðnum. Eins og sést á þessum tölum var vöxtur í fjölda ferðamanna mun meiri en vöxtur í kortaveltu þessara sömu ferðamanna þannig að hver ferðamaður ver því um 10% lægri upphæðum með greiðslukortum til kaupa á vöru og þjónustu en fyrir ári síðan.
Tilkynningin í heild
Talnaefni