Smásöluvísitala: júlí 2016
Fast verðlag; 12 mán breyting
+7,2%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna júní 2016
12 mán breyting
0
0
0
0
0
0
0
Nýjustu færslur RSV af Twitter
0
Fréttir
29.8 2016

Ólafía B. Rafnsdóttir
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, hefur tekið við sem formaður stjórnar Rannsóknaseturs verslunarinnar. Fráfarandi formaður er Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst.

 

Rannsóknasetur verslunarinnar er sem kunnugt sjálfseignarstofnun. Að rannsóknasetrinu standa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök verslunar og þjónustu, VR, Háskólinn á Bifröst og Bílgreinasambandið.

23.8 2016

Ný starfsþjálfunaráætlun fyrir ferðaþjónustu hefur vakið töluverða athygli að undanförnu. Eftir að tilraunakennsla á nýrri námsskrá fór fram síðastliðið vor hefur víða komið fram áhugi á að halda verkefninu áfram og endurbæta það enn frekar. Viðbrögð þátttakenda í tilraunanáminu og fyrirtækjanna, sem þátttakendurnir vinna hjá, eru framar væntingum skipuleggjenda. Því er gert ráð fyrir að boðið verði uppá áframhald þessarar kennslu á næstunni við Háskólann á Bifröst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

18.8 2016

Í júlí síðastliðnum nam erlend greiðslukortavelta 31,4 milljörðum króna samanborið við 24 milljarða í sama mánuði 2015. Um er að ræða ríflega 31% aukningu milli ára.  Kortavelta erlendra ferðamanna í júlí er sú mesta í einum mánuði frá upphafi en fyrra met var sett í júní síðastliðnum þegar erlendir ferðamenn greiddu vörur og þjónustu fyrir um 26 milljarða króna með kortum sínum.

 

Líkt og undanfarna mánuði var vöxtur í öllum útgjaldaliðum. Myndarlegur vöxtur var í dagvöruverslun í júlí en ferðamenn greiddu 1.357 milljónir til dagvöruverslana í mánuðinum eða 45,6% meira en í júlí í fyrra. Ef litið er á erlenda greiðslukortaveltu til verslunar í heild þá var hún rúmir 4,7 milljarðar í júní, 25% meiri en í júlí 2015.

Velta í ferðaþjónustu sem býður skipulegar ferðir innanlands eykst stöðugt og var 43% meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Er þar um að ræða ferðaþjónustu á borð við hvalaskoðun, gönguferðir, rútuferðir, hálendisferðir o.s.frv.

 

15.8 2016

Vaxandi velmegun og aukinn fjöldi ferðamanna hafa afar jákvæð áhrif á verslun um þessar mundir. Mikill vöxtur hefur verið í sölu verslana með mat og drykkjarvöru það sem af er ári. Í júlí sl. jókst veltan í dagvöruverslun um 8,6% frá sama mánuði í fyrra, sem er mikið í þessari tegund verslunar þar sem sveiflur eru alla jafna litlar. Erlendir ferðamenn sem hingað koma verja stærstum hluta þess sem þeir kaupa í verslunum í matvöruverslun. Þá telja verslunarmenn að vaxandi kaupmáttur almennings skili sér meðal annars í auknum matarinnkaupum. Sömu þróun má sjá í sölu áfengisverslana, þar sem aukning á veltu á milli ára var 17%.

 

Sjá alla tilkynninguna...

 

 

Talnagögn...

 

 

 

 

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Háskólinn á Bifröst

311 Borgarnes

Sími: 533 3530

Skiptiborð: 433 3000

Fax: 433 3086 

 

 

Forstöðumaður:

Emil B. Karlsson

Veffang: emil@bifrost.is

Sími: 822 1203

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu,
VR, Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök Íslands.
Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.