Smásöluvísitala: mars 2016
Fast verðlag; 12 mán breyting
+8,9%
Dagvara
Smásöluvísitala
0
Kortanotkun erlendra ferðamanna apríl 2016
12 mán breyting
0
0
0
0
0
0
0
Nýjustu færslur RSV af Twitter
0
Fréttir
23.5 2016

Í apríl síðastliðnum nam erlend greiðslukortavelta 14,5 milljörðum króna samanborið við rúmlega níu milljarða í sama mánuði 2015. Um er að ræða 56% aukningu á milli ára. Líkt og undanfarin ár er apríl minni ferðamannamánuður en mars. Velta á hvern erlendan ferðamann var 20% meiri en í apríl í fyrra.

 

Í apríl var aukning í erlendri kortaveltu í öllum útgjaldaliðum á milli ára. Mestur var vöxturinn í flugferðum, um 126% og er þetta sjötti mánuðurinn í röð þar sem greiðslukortavelta vegna flugferða meira en tvöfaldast frá fyrra ári og hefur hún tólffaldast frá 2013. Ferðamenn hafa það sem af er ári eytt rúmum 12 milljörðum í flugferðir. Hluta af þessari aukningu má rekja til kortaveltu íslensks flugfélags sem selur útlendingum flugferðir til annarra landa, án þess að þessir farþegar komi endilega hingað til lands.

 

17.5 2016

Mikil velta var í flestum flokkum varanlegra og hálf-varanlegra neysluvara í apríl. Sem dæmi var verslun með húsgögn 46% meiri í apríl nú en fyrir ári síðan og 32% meiri velta var með byggingavörur samanborið við sama mánuð í fyrra, þá var fata- og skóverslun einnig lífleg í apríl. 

 

 

9.5 2016

Nýlega lauk hópur starfsmanna íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja námi sem starfsþjálfar á vinnustað.  Í því felst að viðkomandi starfsmenn fá fagmenntun í þjálfun starfsmanna í ferðaþjónustu sem þeir munu nýta til að byggja upp og auka gæði starfsþjálfunar á sínum vinnustað. Fulltrúar eftirfarandi fyrirtækja tóku þátt: Icelandair Hotels, Bílaleigan Höldur, Fosshótel, ISAVIA,Reykjavík Excursion og Landnámssetrið í Borganesi.

 

Um er að ræða evrópskt samstarfsverkefni sem Rannsóknasetur verslunarinnar stjórnar og styrkt er af Erasmus+ áætluninni.

 

Sjá alla fréttina...

 

Nánar um TTRAIN verkenið...

20.4 2016

Erlend greiðslukortavelta í mars síðastliðnum nam tæpum 15 milljörðum króna samanborið við 9,7 milljarða í mars 2015. Um er að ræða 55% aukningu á milli ára. Sé litið á fyrsta ársfjórðung í heild nam kortavelta erlendra ferðamanna um 40 milljörðum króna, það gerir 61% aukningu á milli ára en kortaveltan var 24,7 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi árið 2015. Kortavelta á hvern erlendan ferðamann sem kom til landsins í mars jókst um rúmlega 12% miðað við sama mánuð í fyrra.

 

Rannsóknarsetur verslunarinnar
Saga RSV
Erlend verkefni

Háskólinn á Bifröst

311 Borgarnes

Sími: 533 3530

Skiptiborð: 433 3000

Fax: 433 3086 

 

 

Forstöðumaður:

Emil B. Karlsson

Veffang: emil@bifrost.is

Sími: 822 1203

Rannsóknasetur verslunarinnar var stofnað árið 2004.
Að því standa, auk Háskólans á Bifröst, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu,
VR, Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök Íslands.
Þá aflar rannsóknasetrið sértekna með rannsóknastyrkjum og tekna vegna verkefnavinnu fyrir einstök fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila.